Frönsk kvikmyndahátíð er haldin í Reykjavík í 23. skipti. Hátíðin stendur yfir dagana 20.-29. janúar og að sögn Önnu Margrétar Björnsson, upplýsingafulltrúa Franska sendiráðsins sem er samstarfsaðili hátíðarinnar, eru fjölbreyttir titlar í boði.
Opnunarmynd hátíðarinnar var frumsýnd hér á landi í síðustu viku. Myndin heitir Coupez! eða á ensku Final Cut, og er uppvakninga grínmynd með splatter-ívafi eftir leikstjórann Michel Hazanavicius sem sló í gegn með kvikmyndinni The Artist sem hlaut fimm Óskarsverðlaun árið 2012.

Adeline d'Hondt framkvæmdastjóri Alliance Francaise í Reykjavik og Xavier Rodriguez hjá Kanadíska sendiráðinu .
Fréttablaðið/Valli

Xavier Rodriguez skemmti sér vel ásamt góðum gestum.
Fréttablaðið/Valli

Anna Margrét Björnsson blaðamaður og upplýsingafulltrúi Franska sendiráðsins og Jarþrúður Karlsdóttir tónlistarkona og stjörnuspekingur.
Fréttablaðið/Valli

Marta Jónsdóttir, Helgi Björgvinsson og Guillaume Bazard.
Fréttablaðið/Valli

Gunnar Snorri forseti Alliance Francaise i Reykjavík og Hanna Steinunn Þorleifsdóttir ásamt gesti.
Fréttablaðið/Valli

Jón Ólafur Stefánsson, Anna Margrét Björnsson og Patrick LeMenes.
Fréttablaðið/Valli

Helgi Snær blaðamaður á Morgunblaðinu ásamt syni sínum.
Fréttablaðið/Valli

Friðrika Harðardóttir ásamt góðum gestum.
Fréttablaðið/Valli

Karl Blöndal ritstjóri Morgunblaðsins mætti með fjölskyldunni.
Fréttablaðið/Valli

María Gunnarsdóttir Gérard LeMarquis og Sigtryggur Baldursson í góðra vina hópi.
Fréttablaðið/Valli

Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands og Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri í Bíó paradís.
Fréttablaðið/Valli

Sigurður Gunnarsson og Aude Busson ásamt Sóley Frostadóttur danshöfundi.
Fréttablaðið/Valli

Helga Björnsson fatahönnuður og Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og fyrrverandi ritstjóri.
Fréttablaðið/Valli

Liv Magneudóttir borgarfulltrúi ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur formanni sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fréttablaðið/Valli