„Upprunalega byrjaði ég með síðuna þegar ég vann niðri í bæ. Miðbær Reykjavíkur á þeim tíma var stútfullur af flottum týpum svo ég ákvað að byrja að mynda götutískuna,“ segir Birta. Hún gerði svo hlé á því að halda úti síðunni þegar hún hafði minni tíma en hefur tekið upp þráðinn á ný í samkomubanninu.

„Fyrst maður er hvattur til að fara út að labba ákvað að fara aftur út að taka myndir bæði fyri mig til að halda geðheilsunni og hafa hvatningu til að fara út að labba en líka til að sýna að þó að samfélagið sé hálfpartinn í lamasessi þá er hellings mannlíf þó fólk sé að passa að halda fjarlægð við hvort annað.“

Mynd/Birta Rán

„Svo núna mynda ég hversdagsleikann fyrir þá sem komast kannski ekki út til að njóta hans,“ segir Birta sem tekur núna einfaldlega myndir af því sem ber fyrir sjónir á götum Reykjavíkur.

Birta bendir á að það er gott að vera þakklátur þeim sem eru að vinna þrátt fyrir að heimsfaraldur geisi. „Mér finnst gaman að sýna fólkið sem er enn að vinna og sýna þeim þakklæti.“

Mynd/Birta Rán

Birta er með þá hefð að hún skýtur allar myndirnar á sömu linsuna, 135 mm Canon linsu. „Hún er náttrúlega svo rosalega löng, sem er fínt núna þegar ég þarf að halda góðri fjarlægð!“ Segir Birta og bætir við: „Ef fólk sér mig er því velkomið að stoppa og fá mynd, úr tveggja metra fjarlægð.“

Myndasíðu Birtu Ránar, Streets of Reykjavík, má sjá á Facebook og Instagram.

Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán
Mynd/Birta Rán