Rétta myllumerkið fyrir umræðuna í Alþingiskosningum í dag er #x21 að mati netverja.
Ásta Helgadóttir, fyrrverandi Alþingismaður, spurði fylgjendur sína á Twitter hvort ekki væri hægt að sammælast um eitt „hashtag“ eða myllumerki til þess að fylgjast með umræðunni í beinni þegar tölur fara að detta inn í kvöld. Netverjar hafa verið að nota #kosningar, #kosningar2021, #kosningar21 og #x21 en svo virðist sem flestir noti hið síðastnefna.
Getum við plís sammælst um eitt hashtag?
— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) September 24, 2021
Fréttablaðið mun halda lesendum sínum vel upplýstum í allan dag og fram á rauðanótt á vef sínum frettabladid.is.
Ritstjórn færir lesendum nýjustu tölur úr öllum kjördæmum um leið og þær berast, viðbrögð spekinga, stjórnmálaleiðtoga, nýrra þingmanna og þeirra sem sitja eftir með sárt ennið.
Líka er hægt að fylgjast með á Facebook, Twitter og Instagram-reikningi Fréttablaðsins fram eftir nóttu.
Miðað við könnun Gallup fyrir RÚV frá í gær, fá ríkisstjórnarflokkarnir þrír 50 prósenta fylgi og 35 þingmenn í kosningunum. Mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,4 prósenta fylgi, Framsókn 14,9 prósent og VG 12,6 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með 12,6 prósent, Viðreisn með 9,2 prósenta fylgi og Píratar með 8,8 prósenta fylgi. Miðf lokkurinn 6,8 prósent, Flokkur fólksins með 6,4 og Sósíalistar með 5,3 prósent.