Lífið

Orð þing­mannanna of ljót fyrir New York Times

Blaðamaðurinn Egill Bjarnason gat ekki birt orð eins og „kunta“ og „tík“ í umfjöllun sinni um Klaustursmálið fyrir bandaríska blaðið New York Times en birting slíks munnsöfnuðar stangast á við ritstjórnarstefnu blaðsins.

Egill Bjarnason skrifar meðal annars fyrir New York Times. Fréttablaðið/Getty/Facebook

Blaðamaðurinn Egill Bjarnason sem skrifar um hið alræmda Klausturs mál fyrir bandaríska blaðið New York Times segir að þrátt fyrir að hafa lagt á sig að þýða orðfæri eins og „húrrandi klikkuð kunta“ og „hjólum í helvítis tíkina“ hafi New York Times ekki birt munnsöfnuðinn, hann hafi þótt of hatursfullur. Þetta kemur fram í Facebook færslu Egils sem sjá má hér að neðan.

Í samtali við Fréttablaðið tekur Egill fram að honum hafi vissulega ekki verið meinað að birta neitt úr umræddum upptökum, eins og lesa megi í umfjölluninni á vef New York Times, en orðfærin „kunta“ og „tík“ séu eitthvað sem ekki þykir við hæfi að birta í miðlum vestanhafs.

„Það er ýmislegt þarna inni innan gæsalappa og ýmislegt sem við birtum. En það eru ýmis orð sem fólk notar almennt ekki, sem blaðið birtir ekki og á oft við bandaríska miðla líka, orðin eins og kunta og tík og annað slíkt. 

Það má alls ekki taka stöðuuppfærsluna mína of bókstaflega, það var ekki þannig að við gætum ekki fjallað um þetta, þetta stangast einfaldlega á við okkar ritstjórnarstefnu, hverskonar munnsöfnuð við birtum, sem segir kannski sína sögu um ummælin sem slík.

Ég hafði ekki áttað mig á þessu sjálfur sem blaðamaður. Ég var að þýða þetta og svo fékk ég svörin til baka, um að það væri ekki hægt að birta slíkan munnsöfnuð líkt og við kannski þekkjum úr bandarísku sjónvarpsefni þegar slík orð eru blípuð út.“

Hvernig þýddirðu þá umrædd hugtök eins og „húrrandi klikkuð kunta“ og „hjólum í helvítis tíkina“?

„Tja, það voru ýmsar hugmyndir uppi. „Arking mad cunt“ var ein hugmyndin. Svo var önnur, sem vinkona mín lagði til, sem var „raving mad cunt.“ Svo man ég ekki alveg hver pælingin var hjá mér með hitt hugtakið, ég hætti eiginlega við það bara,“ segir Egill. „Þetta var svolítið flókið viðfangsefni, og margt sem þurfti að þýða.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Lífið

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Lífið

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing

Nýjast

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Fyrst konur og nú karlar á trúnó

Breyttu Iceland í sann­kallað ís­land

Meg­han sögð van­treysta föður sínum

Auglýsing