Gredd­an virð­ist vera alls ráð­and­i á kvik­­mynd­a­h­á­­tíð­inn­i Cann­es sem stendur nú yfir í Frakk­l­and­i. Nokkr­ir gest­ir hafa haft orð á fjöld­a djarfr­a kyn­l­ífs­­at­r­ið­a í mynd­un­um sem hafa ver­ið sýnd­ar hing­að til en munn­­mök hafa spil­að þar stórt hlut­­verk.

Robbie Collin, kvik­mynda­gagn­rýnandi, skrifar um há­tíðina í pistli fyrir The Telegraph. Þar segir hann að Cannes hafi nú gefið kvik­mynda­iðnaðinum góð­fús­legt leyfi til að sýna heiminum syndir holdsins. Greddan hafi fundið sér rúm í kvik­myndum á ný.

Að hans mati hefur tepru­skapur banda­ríska kvik­mynda­iðnaðarins haldið taumnum of lengi hvað varðar fram­setningu kyn­lífs í bíó­myndum en nú sé kominn tími á breytingar.

Anaïs Bor­da­ges, blaða­maður hjá franska fjöl­miðlinum Slate, segir munn­mök vera stjörnu Cannes í pistli sínum. Hún segir fram­setninguna hafa verið ljóð­ræna og virðingar­fulla, í flestum til­fellum.

Hún segir kyn­lífs­senur á há­tíðinni oft áður hafa ein­kennst af of­beldi og að enginn skortur hafi verið af svo­leiðis á há­tíðinni í ár. Þá sé enn ó­al­gengt að sjáist virðingar­fullt kyn­líf sem allir hlutað­eig­andi njóta í jöfnum mæli, þó það sé að færast í aukana. Hún nefnir nokkrar myndir sem stóðu sérstaklega upp úr, þeirra á meðal íslensku myndina Lamb.

Valdimar Jóhansson og Noomi Rapace.
Fréttablaðið/AFP

Lamb er leik­stýrð af Valdimar Johann­son og fjallar um parið Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðna­son). Í henni fær María smá munn­legan glaðning frá Ingvari milli þess sem þau hugsa um kindurnar sínar.

Marion Cotillard og Adam Driver.
Fréttablaðið/AFP

Söng­leikja­myndin Annette er leik­stýrð af Leos Carax með Marion Co­tillard og Adam Dri­ver í aðal­hlut­verki. Kyn­lífs­senur eru í stíl við myndina með eftir­minni­legum munn­mökum þar sem Marion leiðir sönginn og Adam tekur þátt þegar tæki­færi gefst.

Virginie Efira, Paul Verhoeven og Daphne Patakia
Fréttablaðið/AFP

Myndin Benedetta á sér stað í sau­tjándu aldar klaustri á Ítalíu, leik­stýrð af Paul Ver­hoe­ven með Virginie Efira og Daphne Patakia í aðalhlutverki. Í henni má sjá kyn­lífs­at­riði í lengri kantinum milli tveggja lesbískra nunna sem vakti heldur betur athygli áhorfenda