Með­limir Hatara á­samt gimpinu Einar voru gestir í morgun­þættinum Good Morning, Britain, eða Góðan daginn, Bret­land, í morgun og ræddu þar gengi sitt í fyrr for­keppni Euro­vision sem fór fram í gær. Eins og ef­laust hefur ekki farið fram hjá mörgum þá komust þau á­fram í aðal­keppnina sem fer fram á laugar­daginn.

Þátta­stjórnandinn Richard Arn­old byrjar á því að segja frá því að dóttir hans furði sig oft á þeim við­mælendum sem hann finni þegar hann fari er­lendis og gefur í skyn að hann furði sig jafn­vel sjálfur á þeim sem standi fyrir framan hann.

Hann byrjar á því að spyrja með­limi Hatara út boð­skap lagsins og titil þess og spyr hvort það sé ef til vill ögn frá­brugðið þeim boð­skap sem iðu­lega má sjá í Euro­vision um sam­einingu.

„Hatrið mun sigra er dystópía og endur­speglar vald og valda­leysi, von og von­leysi og ef við sam­einumst ekki eða finnum leiðina að friði þá mun hatrið sigra,“ segir Klemens þegar Arn­old spyr hann út í boð­skap lagsins.

Hann spyr síðan hvort þeim finnist margt sam­eigin­legt með popp­tón­list og stjórn­mál fari saman sem þeir svara játandi.

Hann spyr að lokum hvort þeir hafi ein­hver skila­boð til að­dá­enda sinna bæði á Ís­landi, og í Bret­landi, en að þeir séu orðnir risa­stórir í Bret­landi.

„Kæru að­dá­endur í Bret­landi, munið að elska hvort annað áður en hatrið sigrar,“ segir Matthías.

Arn­old snýr sér svo að gimpinu Einari og segir frá því að hann sé sonur sendi­herra Ís­lands í Bret­landi og spyr hvort hann hafi eitt­hvað að segja um málið. Þegar hann svarar ekki segir Arn­old: „Ég held að öryggi­s­orðið hans sé 12 stig“.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.