Að­eins munaði tveimur stigum á á löndunum sem urðu í tíuna og ellefta sæti í fyrri for­keppni Euro­vision í gær. Þá voru dóm­nefndir og al­menningur sam­mála um átta af þeim tíu löndum sem komust á­fram aðal­keppni Euro­vision sem fer fram á laugar­daginn. Frá þessu greinir Jon Ola Sand, fram­kvæmda­stjóri Söng­keppni evrópsku sjón­varps­stöðvanna, á Twitter fyrir stuttu.

Hann segir að á því megi sjá að hvert at­kvæði skipti máli. Ekki verður þó greint nánar frá at­kvæða­greiðslunni í for­keppninni fyrr en að aðal­keppninni lokinni. Löndin sem komust áfram í gær eru:


• Grikk­land - Katerine Duska með lagið Bet­ter Love
• Hvíta-Rúss­land- ZENA með lagið Like It
• Serbía - N­e­vena Božović með lagið Kruna
• Kýpur - Tamta með lagið Replay
• Eist­land - Victor Crone með lagið Storm
• Tékk­land - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend
• Ástralía - Kate Miller-Heid­ke með lagið Zero Gravity
• Ís­land - Hatari með lagið Hatrið mun sigra
• San Marino - Serhat með lagið Say Na Na Na
• Slóvenía - Zala Kra­lj & Gašper Šantl með lagið Sebi