Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, féll kylliflatur fyrir utan Wembley-leikvanginn um helgina. Hann hafði verið að fylgjst með leik Englands og Spánar.

Atvikið náðist á myndband. Mourinho var á hálfgerðum flótta undan nokkrum öðrum enskum stuðningsmönnum sem reyndu að ná af sér myndum með stjóranum eða tala við hann. Hann klofaði yfir reipi en ekki vildi betur til en svo að hann féll kylliflatur.

Honum varð ekki meint af fallinu. Hann stóð upp brosandi, með hjálp starsfmanns, og hélt áfram leiðar sinnar.

Spánn vann leikinn 2-1 en einn af leikmönnum Mourinho meiddist í leiknum.