Að­gerðar­sinninn og kvik­mynda­gerðar­maðurinn Michael Moor­e er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um við­tal Opruh Win­frey við Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le, sem sýnt var í Banda­ríkjunum í gær, en í færslu sem hann birti á Face­book síðu sinni í dag segir hann að við­talið hafi verið nístandi og á­takan­legt og er hann harð­orður í garð bresku konungs­fjöl­skyldunnar.

„Konungs­ríkið sem kom fyrst með þræla hingað fyrir 400 árum lenti í því að nú­verandi konung­legur ras­ismi þeirra varð opin­beraður í allri sinni dýrð­legri grimmd í gær­kvöldi,“ skrifar Moor­e í færslu sinni á Face­book en meðal þess sem Meg­han ræddi við Opruh um í gær var hvernig henni var tekið innan fjöl­skyldunnar.

Umræðan um andlega heilsu og sjálfsvíg áhrifamikil

Í við­talinu greindi Meg­han frá því að síðast­liðin ár hafi reynst henni gífur­lega erfið og það hafi að­eins versnað eftir að hún giftist Harry fyrir tæp­lega þremur árum. Hömlur voru settar á nánast allt sem hún gerði og verndin sem aðrir fjöl­skyldu­með­limir fengu náðu ekki til hennar.

Á tíma­punkti hafi hún verið svo langt niðri að hún í­hugaði sjálfs­víg en hún fékk ekki þá að­stoð sem hún þurfti. Þá greindi hún frá því að sonur hennar, Archie, hafi ekki heldur fengið vernd og lýsti því enn fremur hvernig um­ræða hafi skapast um húð­lit hans áður en hann fæddist, það er hversu dökkur á hörund hann yrði.

„Enginn sagði okkur að Oprah myndi sýna sér­stakan þátt um yfir­burði hvítra í gær á af­mælis­degi Selmu-göngunnar. Kraft­mikið. Og um­ræðan um and­lega heilsu/sjálfs­víg var svo tilfinningarík og svo hjálp­söm, ég er viss um að hún muni bjarga lífum,“ segir Moor­e í færslu sinni.

Þakkar Meghan fyrir baráttuna

Moore vísaði til orðræðu breskra fjölmiðla þegar fjallað er um Meghan og segir það ekki koma neinum á óvart þegar rasisma verður vart í Bretlandi. „Það er gott að sjá hvaðan hugmyndir okkar um yfirburði hvítra komu og hvernig móðurlandið tekur því með opnum örmum enn þann dag í dag.“

Þá beindi Moor­e orðum sínum að Meg­han sjálfri þar sem hann lýsti því hvernig hann hafði fylgst með brúð­kaupi þeirra árið 2018 og hugsað að það myndi koma í bakið á henni. „Þið Harry hélduð það sem ras­istar sáu sem „svart“ brúð­kaup ... Konungs­fólkið og hinir ríku sátu þar án svip­brigða.“

„Fjöl­miðlar fóru strax að herja á þig. Fyrir­gefðu. Takk fyrir allt það góða starf sem þú heldur á­fram að gera. Vel­komin heim,“ segir Moor­e en Meg­han og Harry eru nú bú­sett í Banda­ríkjunum. „Og á þessum al­þjóð­lega bar­áttu­degi kvenna, til hamingju með litlu stúlkuna sem þið munuð von bráðar koma með inn í þennan klikkaða heim.“

A withering, devastating interview with Harry & Meghan via Oprah. The Kingdom which first brought slaves here 400 years...

Posted by Michael Moore on Mánudagur, 8. mars 2021