Molly Sanden og húsvísku stúlkurnar voru með besta atriðið á hátíðinni í kvöld að mati áhorfenda hátíðarinnar sem svöruðu könnun vefmiðilsins Gold Derby.

Áhorfendur voru beðnir að kjósa besta atriðið og Molly og stúlknakórinn rústuðu könnuninni með 64 prósent atkvæða.

Niðurstöður könnunarinnar voru eftirfarandi.

64% — Molly Sanden (“Husavik”)

14% — H.E.R. (“Fight for You”)

11% — Leslie Odom Jr. (“Speak Now”)

11% — Laura Pausini (“Io Si: Seen”)

0% — Celeste and Daniel Pemberton (“Hear My Voice”)

Flutti lagið með 'raunverulegum' börnum úr bænum

Í umfjöllun um könnunina segir að lagið sé óður til heimabæjarins Húsavíkur þar sem atriðið var tekið upp. Hin atriðin hafi verið tekin upp á þaki kvikmyndasafnsins í Los Angeles.

Sanden flutti lagið ásamt tólf börnum úr bænum (e. „town’s real-life children) íklæddum dásamlegum peysum, eins og það er orðað á vef Gold Derby.

Hér má sjá atriðið: