Breska sam­fé­lags­miðla­stjarnan Molly Mae virðist vera á leið til Ís­lands. Glöggir ís­lenskir að­dá­endur Love Is­land þáttanna vekja at­hygli á þessu.

Molly Mae kom, sá og sigraði Love Is­land árið 2018 á­samt kærasta sínum Tommy Fury. Þau eru enn saman og hafa aldrei verið betri.

Molly birtir mynd á Insta­gram síðunni sinni þar sem má sjá að hún er í flug­vél, og af myndinni að dæma, vél Icelandair, líkt og að­dá­endur í ís­lenskum að­dá­enda­hópi Love Is­land á Ís­landi vekja at­hygli á.

„Ég er svo spennt yfir því hvert við erum að fara fyrir þessa mynda­töku....Ein vís­bending...það er,“ skrifar Molly og lætur ís­kaldan bros­kall fylgja með. Allt lítur því út fyrir að fyrir­sætan sé á leið hingað til lands.

Molly komst í heims­pressuna fyrr á árinu vegna um­deildra um­mæla sem hún lét falla í hlað­varps­þætti. Sagði hún alla hafa sama tíma í sólar­hringnum óháð því hversu mikið þeir hafa á milli handanna.

Stjarnan baðst stuttu síðar af­sökunar á um­mælunum og sagði þau hafa verið mis­skilin. „Ég bið fólk af­­sökunar sem þetta hefur haft nei­­kvæð á­hrif á eða mis­skilið það sem ég meinti í hlað­­varpinu, ætlunin með hlað­­varps­við­talinu var bara að segja mína sögu og veita öðru fólki inn­blástur með því að segja frá minni eigin reynslu.“

Instagram/Skjáskot