Breska sam­fé­lags­miðla­stjarnan Molly Mae hefur rofið þögnina vegna um­deildra um­mæla sinna í hlað­varps­þætti. Hún segist ekki hafa ætlað að særa neinn.

Mál Molly sem varð heims­fræg í raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land hefur hlotið heims­at­hygli síðustu daga. Hún sagði í hlað­varps­þættinum „The Diary of a CEO“ að allir hefðu sömu 24 klukku­stundirnar í sólar­hringnum óháð efna­hag sínum.

Um­mælin féllu vægast sagt í grýttan jarð­veg og hafa bresk götu­blöð og sam­fé­lags­miðlar farið mikinn í gagn­rýni á stjörnuna. Í til­kynningu á Insta­gram biðst Molly af­sökunar vegna málsins.

„Ég skil það ó­trú­lega vel að sumt hefur mis­mikil á­hrif á ó­líkan hátt og ég tek fram að ég myndi aldrei viljandi særa neinn með því sem ég segi eða geri,“ skrifar stjarnan í ein­lægri færslu.

„Ég bið fólk af­sökunar sem þetta hefur haft nei­kvæð á­hrif á eða mis­skilið það sem ég meinti í hlað­varpinu, ætlunin með hlað­varps­við­talinu var bara að segja mína sögu og veita öðru fólki inn­blástur með því að segja frá minni eigin reynslu.“

Fréttablaðið/Skjáskot