Lífið

P. Did­dy byrjaður með fyrir­sætu af ís­lenskum ættum

Er­lendir slúður­miðlar keppast nú að greina frá því að rapparinn og at­hafna­maðurinn P. Did­dy, eða Puff Daddy, sé kominn á fast með fyrir­sætunni Jocelyn Chew.

Jocelyn Chew og P. Diddy.

Erlendir slúðurmiðlar keppast nú að greina frá því að rapparinn og athafnamaðurinn P. Diddy, eða Puff Daddy, sé kominn á fast með fyrirsætunni Jocelyn Chew.

Chew þessi er 26 ára gömul en á Instagram-síðu hennar segir að hún sé fyrirsæta frá Kanada sem eigi ættir að rekja til Íslands og Kína. 

Hún er með tæplega 400 þúsund fylgjendur á Instagram og vinnur með umboðsskrifstofunum Vision Models, Wilhelmina London, MGM og Next Miami - hvorki meira né minna.

Í viðtali við GQ í fyrra segist hún helst vilja ferðast til Íslands og að annað foreldri móður hennar sé frá Íslandi. Hún sé sem sagt einn fjórði Íslendingur.

Diddy, sem heitir réttu nafni Sean Combs, og kærasta hans til ellefu ára, Cassie Ventura, slitu sambúð um daginn. Rapparinn skaust upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við I'll Be Missing You, Bad Boy for Life og Mo Money Mo Problems.

Hann er í dag einn sá ríkasti í tónlistarbransanum og rekur útgáfufyrirtækið Bad Boy Records.

Frétt Metro.

Frétt Newsweek.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing