Will og Grace leikkonurnar Debra Messing og Megan Mullally fylgja ekki lengur hvort annari á samfélagsmiðlinum Instagram. Í gegnum tíðina hefur svo virst vera að hlýtt sé á milli aðalleikaranna í þáttunum.

Þættirnir hófu göngu sína á NBC árið 1998. Þegar seríunni lauk upphaflega árið 2006 voru margir aðdáendur gífurlega ósáttir við hvernig fór fyrir aðalpersónunum.

Leikhópurinn kom svo saman árið 2016 og gerði stutt atriði í þeim tilgangi að hvetja fólk til að kjósa ekki Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Því var svo vel tekið að ákveðið var að hefja aftur framleiðslu á þáttunum. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að framleiðslu þáttunum yrði hætt enn á ný.

Margir velta því fyrir sér hvort bein tengsl séu á milli mögulegs ósættis aðalleikkvennanna tveggja og því að ákveðið var að hætta framleiðslu þáttanna enn á ný eftir einungis þrjár seríur.

Báðar hafa þær sett innlegg á aðgang sinn með óljósum skilaboðum sem gefa til kynna að slest hafi upp á vinskapinn. Megan hefur ný eytt innleggi á Instagram þar sem hún sagði það góða tilfinningu að slíta tengsl við manneskju sem er manni ekki góð. Getgátur eru á lofti að Megan sé þar að tala um mögulega fyrrum vinkonu sína, Debru.

Debra setti svo færslu á sama miðil það sem hún hvatti fylgjendur sína til að taka þátt í netkosningu svo þátturinn eigi möguleika á að vinna til Emmy-verðlauna. Í færslunni merkti hún báða karlkyns meðleikara sína, Eric McCormack og Sean Hayes, en ekki Megan Mulally.

Í þáttunum lék Debra innanhúshönnuðinn Grace Adler og Megan alkahólíska aðstoðarkonu hennar, Karen. Grace bjó ásamt samkynhneigðum vini sínum lengst framan af í þáttununum, lögfræðingnum Will, en hann var leikinn af McCormack. Vinur þeirra allra, hinn uppátækjasami Jack, var leikinn af Sean Hayes.

Þættirnir hófu upphaflega göngu sína árið 1998. Aðdáendum þeirra til mikillar gleði, séru þeir aftur á NBC árið 2017.
Mynd/Nordicphotos