„Ætli ég sé ekki eini ís­lenski á­hrifa­valdurinn sem er ekki í sam­starfi með Play?, spyr á­hrifa­valdurinn og at­hafna­konan, Lína Birgitta Sigurðar­dóttir, sig í mynda­færslu á Insta­gram í gær, og bætir við að hún sé alltaf jafn á­nægð fyrir fóta­plássið sem flug­fé­lagið býður upp á.

Lína og kærastinn hennar, stjörnu-kírópraktorinn, Guð­mundur Birkir Pálma­son, eða Gummi Kíró, flugu til Barcelona á Spáni í gær, þar sem þau virðast vera í rómantísku fríi saman.

Parið er afar dug­legt að ferðast og leyfir fylgj­endum sínum iðu­lega að fá inn­sýn í ferðir þeirra, þar sem þau taka myndir innan úr verslanunum dýrustu tísku­húsa heims, njóta matar og drykkjar á fal­legum veitinga­stöðum og gista á hótelum sem eru yfirleitt upp á tíu.

Að þessu sinni gista Lína og Gummi á hótelinu,Yurbban passa­ge hotel og spa, sem er fjögurra og hálf stjörnu hótel með sund­laug á þakinu, á­samt stór­brotnu út­sýni yfir borgina.