Joy Vogelsang, móðir leikarans Nicolas Cage lést þann 26. maí. Bróðir Cage, Christopher Coppola, tilkynnti um andlátið þegar það átti sér stað. Greint er frá á Page Six í gær.Vogelsang var 85 ára þegar hún lést.

„Ég var með henni allan daginn en fór í nokkrar klukkustundir og rétt missti af henni,“ sagði Coppola í færslunni þar sem hann tilkynnti andlátið. Hann sagði að hann hefði verið aðeins of seinn til að halda í höndina á henni þegar hún kvaddi.

Þar fer hann einnig yfir líf móður sinnar, sem var dansari, og glímu hennar við geðrænan vanda.

Færsluna er hægt að sjá hér að neðan.