Guðmundur Felix Guðmundsson, sem gekkst undir handleggja- og axlaágræðslu fyrir rúmum tveimur vikum dvelur enn á sjúrahúsi í Lyon þar sem hann jafnar sig eftir aðgerðina.
Móðir hans hefur verið búsett í Frakklandi síðustu ár líkt og Guðmundur en hún má ekki dvelja hjá honum á sjúkrahúsinu. Hún hefur þó ekki setið ráðalaus á meðan hún bíður og hefur haft nóg að gera við að prjóna ef marka má mynd sem Guðmundur Felix deildi í dag. Afreksturinn eru alls ellefu pör af ullarskóm sem munu eflaust koma að góðum notum þegar Guðmundur snýr aftur heim.
While Gudmundur Felix is recovering in the hospital, his mum became a knitting machine. Keeping herself busy while waiting for her son to come back home 😊
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Wednesday, 27 January 2021
Bataferlið hjá Guðmundi hefur gengið vonum framar en hann stóð á fætur í fyrsta sinn eftir aðgerðina á mánudaginn og tók nokkur dansspor í leiðinni.