Rose Rock, móðir grínistans Chris Rock hefur deilt skoðunum sínum á atvikinu sem kom upp á milli Chris Rock og Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. The Hollywood Reporter greinir frá þessu.
Rose Rock, sem er höfundur og markþjálfi, segir Chris hafa það gott en að hann sé enn þá að vinna úr því sem gerðist.
Will Smith sló Chris Rock eftir að sá síðarnefndi sagði grín um Jada Smith, eiginkonu Will Smith. Will Smith var síðan rekinn úr Akademíunni, samtökunum sem veita Óskarsverðlaunin, og bannaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni næstu tíu árin.
Rose Rock segir Will Smith hafa slegið alla fjölskylduna þegar hann sló Chris Rock. „Þegar þú meiðir barnið mitt, þá meiðir þú mig,“ sagði Rose. Hún er stolt af því hvernig sonur hennar brást við.
Hún segist ekki vita hvað hún myndi segja við Will ef hún myndi sjá hann, annað en „Hvern fjandann varstu að hugsa?“
Hún segir bann Akademíunnar í raun ekki þýða neitt vegna þess að það fara ekki allir árlega á hátíðina. Hún er ekki sammála sumum um að taka hefði átt verðlaunin frá Will.
Rose segir afsökunarbeiðni Will, sem birtist daginn eftir hátíðina, ekki hafa verið einlæga. Hún segir að hans fólk hafi einfaldlega hent upp afsökunarbeiðni. „Þegar þetta er svona persónulegt þá reynir þú að ná til persónunnar til þess að biðjast raunverulega afsökunnar,“ sagði hún.