Nan­cy Heche, móðir leik­konunnar Anne Heche, hefur gengið í gegnum ansi margt á sinni 85 ára ævi. Anne lést um helgina, 53 ára að aldri, eftir að hafa lent í al­var­legu bíl­slysi í þar síðustu viku.

Nan­cy hefur nú misst fjögur af fimm börnum sínum og þá lést eigin­maður hennar, Donald, árið 1983 úr al­næmi. Það var ekki fyrr en eftir and­lát hans að Nan­cy komst að því að hann var sam­kyn­hneigður.

Í um­fjöllun New York Post er fjallað um á­föllin í lífi Nan­cy. Hún missti sitt fyrsta barn, dótturina Cynt­hiu þegar hún var að­eins tveggja mánaða, en Cynthia fæddist með al­var­legan hjarta­galla sem dró hana til dauða.

Donald lést sem fyrr segir árið 1983 og að­eins þremur mánuðum síðar lést á­tján ára sonur hennar, Nat­han, í um­ferðar­slysi. Árið 2006 lést svo Susan Berg­man, systir Anne, úr heila­æxli. Eina eftir­lifandi barn Nan­cy er dóttirin Abiga­il.

Nan­cy er strang­trúuð og í um­fjöllun New York Post er rifjað upp að hún hafi brugðist ó­kvæða við þegar Anne hóf ástar­sam­band með leik­konunni Ellen DeGeneres.

Anne sagði frá þessu í ævi­sögu sinni, Call me Crazy, sem kom út árið 2001. Í bókinni lýsti Anne því einnig að móðir hennar hafi ekki trúað henni þegar hún sagði frá kyn­ferðis­legri mis­notkun af hendi föður síns í barn­æsku.