Modern Family leikkonan og Love Island kynnirinn Sarah Hyland og Bachelor in Paradise kokteilþjónninn og kynnirinn Wells Adams gengu í hnappelduna um helgina.

Samkvæmt E! Lét parið pússa sig saman utandyra á vínekru í Santa Barbara í Kaliforníu en þau hafa verið saman frá árinu 2017. Adams bað hennar árið 2019 á ströndinni. Þau ætluðu að gifta sig árið 2020 en þurftu að fresta nokkrum sinnum vegna Covid-heimsfaraldursins.

Parið hefur sjálft ekki deilt myndum úr athöfninni á samfélagsmiðlum en leikkonan Sofia Vergara og leikarinn Jesse Tyler sem einnig léku í Modern Family deildu nokkrum um helgina sem má sjá hér að neðan.