Knatt­spyrnu­konurnar Mist Ed­vars­dóttir og Dóra María Lárus­dóttir eiga von á dreng.

Frá þessi greinir Mist í við­tali við Svövu Kristínu Grétars­dóttur á Vísi fyrr í dag.

„Nú eru mestu gleði­fréttir lífsins að taka við býst ég við, eins gott að hann verði skemmti­legur, segir Mist á léttum nótum.

Mist meiddist í leik Vals á móti Slavia Prag um sæti í riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu í fyrra­dag og hefur nú lík­lega spilað sinn síðasta leik.

Mist virðist taka meiðslunum með stóískri ró og er spennt fyrir komandi hlut­verki.

„Nú er lífið rétt að byrja,“ segir Svava og tekur Mist undir það: „Já við getum orðað það þannig.“

Dóra María gengur með þeirra fyrsta barn og er hún komin 38 vikur á leið.