Leikarinn Matthew Perry fór í neyðaraðgerð í munni rétt áður en tekinn var upp nýr þáttur í apríl þar sem allir leikarar Friends komu saman í fyrsta sinn í fjölda ára. Perry hafði misst báðar framtennur sínar þegar hann beit í brauð með hnetusmjöri og þurfi að láta setja í sig nýjar tennur.

Perry opnaði sig um þetta, og margt fleira, í viðtali við Diane Sawyer sem var sýnt í gær. Tilefnið er sjálfsævisaga hans sem kemur út eftir helgi þar sem hann fjallar á opinskáan hátt um vímuefnavanda sinn.

Perry segir í viðtalinu að þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig á aðgerðinni hafi hann vitað að hann kæmist aldrei upp með það að mæta ekki í þáttinn. En hann mætti og eftir hann sögðust margir aðdáendur hafa áhyggjur af honum því hann hljómaði ekki eðlilega.

„Það hljómaði eins og röddin mín væri „off““ sagði leikarinn í viðtali við Sawyer.

Perry greinir frá því í bókinni að hann er búinn að vera án vímuefna í 18 mánuði en er eins og stendur að þiggja Suboxone sem er hægvirkandi ópíumlyf og er hugsað sem viðhaldsmeðferð

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Perry var næstum dáinn árið 2018 en þá sprakk ristill hans eftir of mikla notkun á ópíóíðum. Hann var í dái í tvær vikur og dvaldi í fimm mánuði á spítala.

Greint er frá á Page Six.