Lífið leikur við söng­konuna Guð­rúnu Ýr Ey­fjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún birti á Insta­gram glæ­nýja bumbu­mynd.

Eins og fram hefur komið gengur hin marg­verð­launaða með fyrsta barn sitt sem hún á von á með lækna­nemanum Árna Steini Stein­þórs­syni. Parið festi meðal annars kaup á sinni fyrstu íbúð í fyrra.

GDRN er í besta gír, sló í gegn í Kötlu á síðasta ári og hefur verið að gera frá­bært mót í tón­listar­bransanum. Hún lætur stutt en lag­góð skila­boð fylgja með á gramminu.

„Mis­skítugur spegill og stækkandi bumba.“