Ekki vilja allir búa í köstulunum og á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækkar eru fáir sem hafa yfir höfuð efni á glæsihöllum.

Fréttablaðið tók saman stærstu eignirnar sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkru en nú er klárlega tilefni til að skoða fimm minnstu og krúttlegustu íbúðirnar á markaðnum.

Njörvasund 17

  • 39.6 m2
  • 35.500.000 kr.

Íbúð með sérinngangi á jarðhæð, ekki niðurgrafin.

Þröngt mega sáttir sitja.
Komið er inn um sérinngang í flísalagða forstofu/hol. Þaðan er inngengt í baðherbergi á vinstri hönd og eldhús á þá hægri.
Það er ekki alltaf gefið að finna baðherbergi með glugga í litlum íbúðum en hér er sannarlega hægt að lofta út.
Innbyggður skápur í svefnherbergi.

Kársnesbraut 106

  • 37.6 fermetrar
  • 40.000.000 kr.

Nýlega endurnýjuð 37,6 fm stúdío íbúð á efstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi.

Ekkert smá krúttleg og heimilisleg íbúð.
Bjart inni á baði. Hér er allt pláss nýtt vel.
Ekkert að þessu útsýni. Handan bílaplansins má sjá HR og Perluna.
Hægt að hoppa beint inn í svefnherbergi.

Brautarholt 20

  • 36.6 fermetrar
  • 37.900.000 kr.

Íbúð 201 á annarri hæð með aukinni lofthæð, ásamt geymslu í sameign.

Það mætti halda að íbúðin væri til sölu í boði Dorma.
Vinylparket er á gólfum að undanskildum baðherbergjum þar sem eru flísar.
Vel skipulagt eldhús. Munið bara að þurrka rykið af efstu hillum.

Hagamelur 20

  • 29,9 fermetrar
  • 27.900.000 kr.

Snyrtileg tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í fjögurra íbúða húsi.

Opið og bjart rými sem hægt er að skipuleggja vel. Hornið við gluggann vinstra megin er fullkomið fyrir rúmið.
Ágætlega stórt eldhúshorn miðað við stærð. En ekki mikið pláss fyrir stóran ísskáp.
Þrátt fyrir litla stærð er pláss fyrir heilt baðkar. Nokkuð gott.

Skúlagata 40

  • 19 fermetrar
  • 20.800.000 kr.

Íbúðarherbergi á 2.hæð í steinsteyptu lyftuhúsnæði byggðu árið 1990. Tilvonandi kaupandi þarf að vera 60 ára eða eldri og vera í félagi eldri borgara.

Eignin er skráð sem afmörkuð séreign, en er eitt herbergi ásamt sér salerni. Hér væri alveg hægt að innrétta fallega og setja jafnvel nokkrar litríkar myndir á vegginn.
Takið eftir pínulitla eldhúskróknum í horninu. Vekur eflaust upp minningar um stúdentaárin.
Þá vekur athygli að í sameign er sameiginleg sturtuaðstaða með heitum potti.
Í sameigninni er einnig sauna klefi.