Eigin­maður leik­konunnar Helen McCr­ory mintist hennar fal­lega í Sunday Times í Bret­landi í dag en leik­konan lést í síðustu viku að­eins 52 ára gömul úr krabba­meini.

Eigin­maður hennar, leikarinn Damian Lewis, kynntist henni á sviðinu á Al­meida leik­húsinu í Lundúnum árið 2003 og segir í minningar­grein sinni að hún hafi verið „al­ger hetja í veikindum sínum“. Parið gifti sig árið 2007 og eignaðist tvö börn saman.

„Hún skein skærar á síðustu mánuðum en þú gætir nokkurn tímann í­myndað þér skærustu stjörnuna skína,“ sagði hann í grein sinni.

McCr­ory var þekktust fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum um Harry Potter en þar lék hún móðir Draco Mal­foy auk hlut­verks Polly í þáttunum Pea­ky Blinders.

„Ég hef aldrei þekkt neinn sem svo með­vitað dreifði hamingju. Sem sagði „vin­sam­legast“ og „þakka þér“ og „þú ert svo góður“ eins oft og hún gerði,“ sagði Lewis í minningar­greininni og minntist þess að jafn­vel sína síðustu daga hafi hún í­trekað þakkað um­önnunar­aðilum sínum fyrir að hjálpa sér.

Lewis og McCrory í Almeida leikhúsinu árið 2003.
Fréttablaðið/Getty

Hann sagði að hann vildi minnast þess hvernig hún lét öllum líða eins og þau væru sér­stök og eina manneskjan í heiminum.

„Fékk þau til að hlæja, alltaf. Það voru fáar fyndnari mann­eskju – hún var hel­víti fyndin.“

Hann sagði að sína síðustu mánuði hafi hennar helsta hug­rekki verið að „normalí­sera“ and­lát sitt.

„Hún var ekki hrædd, ekki bitur og vor­kenndi sér ekki, heldur hjálpaðu okkur með hug­rekki sínu og krafðist þess að enginn yrði sorg­mæddur því hún er á­nægð,“ sagði hann.

„Ég er skaraður af henni. Hún hefur verið loft­steinn í lífi okkar“.

Greint er frá á BBC.