„Það var hún Guð­ný Ás­berg Al­freðs­dóttir, rekstrar­stjóri Sam­bíóanna, sem fékk þessa frá­bæru og fal­legu hug­mynd að heiðra minningu Oli­viu Newton-John með því að sýna hinu sí­gildu klassík, Grea­se, aftur á hvíta tjaldinu,“ segir Al­freð Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bíóanna, sem ætla að minnast Oli­viu Newton-John, hinnar einu sönnu Sandy baby, með sér­stakri Grea­se-sýningu síðar í mánuðinum.

Al­freð segir að hug­mynd dóttur hans hafi strax verið fylgt eftir með því að óska eftir leyfi til að sýna myndina. „Haft var sam­band við dreifingar­aðila myndarinnar, Park Circus, og þetta gekk hratt og örugg­lega fyrir sig.“

Sambíóin fengu snarlega leyfi til að sýna Grease til minningar um Oliviu Newton-John.
Fréttablaðið/Getty

Byrjað verður á einni Grea­se-sýningu föstu­daginn 26. ágúst í sal 1 í Sam­bíóunum Álfa­bakka en, „ef sýningin heppnast vel og eftir­spurnin verður meiri munum við klár­lega í­huga að bæta við sýningum,“ segir Al­freð.

„Á sýningunni sjálfri hvetjum við alla til þess að taka þátt í stemningunni með okkur, draga leður­jakkana og kjólana úr fata­skápnum og setja gel eða tíkó í hárið.“