Tónlistakonan Miley Cyrus lýsir hjónabandi sínu við leikarann Liam Hemsworth sem „ruglandi, flóknu og nútímalegu“ í viðtali sem kom út í Elle Magazine í dag.

Laðasta að konum

Miley skilgreinir sjálfa sig sem hinsegin og segist ennþá laðast að konum þrátt fyrir að vera gift manni. „Ég er í gagnkyhneigðu sambandi en ég laðast ennþá kynferðislega að konum.

„Ég held að það rugli fólk að ég sé gift, en samband mitt er einstakt,“ segir Miley.

Ekki heima að elda

Hún telur ólíklegt að fólk geti skilið samband hennar en að það sé ljóst að hún sé ekki hefðbundin eiginkona. „Ég meina heldur fólk að ég sé heima með f***ing svuntu að elda mat?“ mætur hún við.

Að sama skapi er Miley ósammála því að konur eigi að bera ábyrgð á því að fjölga mannkyninu og segir tabú umkringja það málefni. Hún segir samfélagið og jafnvel lögin reyna að þvinga konur til að eignast börn en að hún leggi frekar áherslu á það að elska sjálfa sig.