Mil­ey Cyrus greindi að­dá­endum sínum frá því á Insta­gram í dag að hún hefði verið lögð inn á spítala en popp­stjarnan er með háls­kirtla­bólgu (e. tonsillitis). Segist hún þrátt fyrir allt vera brött og biðlar til að­dá­enda sinna um að senda sér góða strauma. Þetta kemur meðal annars fram á vef CNN.

Á sam­fé­lags­miðlinum í dag sagðist Mil­ey vera að gera sitt allra besta til að jafna sig í tíma en hún á að koma fram á Gor­illapa­looza há­tíð Ellen Degeneres um helgina en sjón­varps­konan hefur blásið til há­tíðarinnar til að safna féi til styrktar skóg­verndar.

„Er að reyna að láta mér batna eins fljótt og ég get til að ná á Gor­illapa­looza með Ellen þættinum og Portia De Rossi og Bruno Mars þessa helgi,“ skrifaði söng­konan á Insta­gram.

„Sendið góða strauma til mín! Vona að rokk­stjörnu­guðirnir sendi mér skammt af töffara­stælum til að senda þessi veikindi þangað sem þau eiga heima! Við þurfum að bjarga górillum!“ Þá kom enginn annar en tónlistarmaður Cody Simpson í heimsókn til hennar. Þau sáust kyssast um daginn.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot