Spi­der­man: Miles Mor­a­les ber nýrri tækni í PlaySta­tion 5 fagurt vitni. Leikurinn er stór­skemmti­legur og ætti að gleðja lang­flesta sem hann prófa.

Í leiknum spilum við nú sem kóngu­lóar­maðurinn Miles Mor­a­les en í fjar­veru Péturs Parkers þarf okkar maður að taka á honum stóra sínum til að vernda Harlem hverfi New York borgar frá hinum illa Tin­kerer og fé­lögum hans í glæpa­klíkunni Under­ground.

Fram­hald af hinum stór­skemmti­lega Spi­der­man

Þeir sem spiluðu Spi­der­man tölvu­leikinn sem kom út á PlaySta­tion 4 ættu að vera öllum hnútum kunnugir í þessum leik. Að sveifla sér um New York borg er ó­trú­leg af­þreying og borgin sjálf er stór­glæsi­leg í PlaySta­tion 5 grafíkinni.

Að berjast við ó­vini er svo nokkuð svipað og það var í Spi­der­man tölvu­leiknum á PlaySta­tion 4. Þessi leikur er enda fram­hald og fram­leið­endur leiksins hjá Insomniac þurftu ekki beint að finna upp hjólið.

Okkar maður, Miles Mor­a­les, hefur hins­vegar dular­fullan orku­kraft til við­bótar við kóngu­lóar­manns­kraftana. Hér hefur því bæst við nýtt lag af kröftum sem hægt er að nýta til að berjast við ó­vinina en þetta kemur sér til dæmis sér­stak­lega vel í bar­áttunni gegn hinum ó­gur­lega R­hino, sem maður mætir strax í upp­hafi leiksins.

Spi­der­man tölvu­leikirnir al­gjört krúnu­djásn Sony

Það þarf að taka fram að undir­ritaður á góðar æsku­minningar af spilun Spi­der­man 2 tölvu­leiksins á PlaySta­tion 2 tölvunni. Sá leikur var fyrsti Spi­der­man leikurinn til þess að vera opinn sand­kassa­leikur og hafa allir leikir síðan beint eða ó­beint fetað í fót­spor þessa leiks.

Ég var alltaf hrifnastur af Spi­der­man leiknum frá Insomniac á PlaySta­tion 4 tölvunni. Mér þótti sá leikur lang­skemmti­legastur, þar sem maður mætti vondu­köllum líkt og Doc Oc í sér­stökum sögu­þræði sem sér­stak­lega var skrifaður fyrir leikinn.

Þá hafði New York borg aldrei verið flottari og hreyfing kóngu­lóar­mannsins á milli staða er nánast jafn­skemmti­leg og sjálfur sögu­þráðurinn og öll þau hliðar­verk­efni sem í boði eru.

Með krafti PS5 tölvunnar bætist það svo við í þessum nýja leik að loa­ding tími er úr sögunni. Þú hoppar beint inn í leikinn, sem ekki var raunin í fyrri leiknum, þar sem loa­ding tími var langur og oft pirrandi. Í fyrsta Spi­der­man leiknum sem kom út árið 2018 kynntumst við ein­mitt Miles Mor­a­les í fyrsta sinn.

Hér að neðan má sjá brot úr spilun leiksins. Engir spillar úr söguþræðinum, heldur bara Miles að sveifla sér um borgina.

Miles á­huga­verðari en Peter

Þegar komið er við sögu í Spi­der­man: Miles Mor­a­les er Miles búinn að vera í læri hjá Pétri Parker um nokkurt skeið. Pétur þarf hins­vegar að bregða sér frá um skeið og er það því undir okkar manni komið að verja New York borg í hans stað sem eini við­varandi kóngu­lóar­maðurinn.

Ég leyfi mér að full­yrða að Miles Mor­a­les sé um margt á­huga­verðari per­sóna heldur en sjálfur Peter Parker. Í Spi­der­man: Miles Mor­a­les er fjöl­skyldu­drama eitt megin­stef sögu­þráðarins. Fyrir mann sem er stór­hrifinn af sápu­óperum og annarri dramatík er sagan í þessu fram­haldi á­huga­verðari en for­verinn.

Hér þarf Miles að taka á hinum stóra sínum í bar­áttunni við glæpa­klíkuna Under­ground og hinn dular­fulla Tin­kerer sem gera allt sitt til að eyði­leggja fyrir hinu gráa R­oxon orku­fyrir­tæki, sem virðist sjálft ekki vera með allt sitt á hreinu.

Hinn dularfulli Tinkerer gerir hinum nýja kóngulóarmanni lífið leitt.
Mynd/Insomniac

Gamalkunnug stef í verkefnum og spilun

Þeir sem séð hafa kvik­myndina Into the Spi­derver­se vita sem er að Miles er stór­skemmti­leg per­sóna og að fjöl­skylda hans blæs heimi kóngu­lóar­mannsins ó­trú­lega á­huga­verðu lífi.

Rétt eins og í þeirri mynd er frumsamin tón­listin í leiknum á­huga­verð og frábær þar sem Jaden Smith á meðal annars hið frum­samda lag I'm Rea­dy.

Rétt eins og í fyrsta leiknum er gnægð af hliðar­verk­efnum sem hægt er að vinna um alla New York borg. Og rétt eins og í þeim leik má hér full­yrða að verk­efnin verði ör­lítið þreytt, þú þarft að taka niður ó­vini úr laun­sátri, elta bíla­þjófa og svo­leiðis nokkurn veginn með svipuðum hætti aftur og aftur.

Þá má líka benda á að sögu­þráðurinn um fylkingar sem berjast sín á milli, sé nokkuð líkur og því sem átti sér stað í fyrri leiknum. Spurning hvort hægt hefði verið að grípa til frum­legri leik­enda í sögunni? Að sama skapi má spyrja sig; hvers vegna að lag­færa það sem ekki er bilað?

Niður­staða: Spi­der­man: Miles Mor­a­les er stór­kost­lega skemmti­legur leikur. Hinn full­komni leikur til að draga nýja spilara að PlaySta­tion 5 tölvunni og al­gjör nauð­syn að spila fyrir að­dá­endur Kóngu­lóar­mannsins.

**** af ***** mögulegum.