Um­hverfis­verndar­sinninn Greta Thun­berg hefur nú verið í rúma tólf daga á ferða­lagi um At­lants­haf en hún er á leiðinni á loft­lags­ráð­stefnu í New York. Í nýju mynd­bandi sem Thun­berg birti á Twitter í gær má sjá að það var mikill öldu­gangur í ferðinni.

Hin sex­tán ára gamla Thun­berg hefur undan­farið ár vakið gífur­lega mikla at­hygli fyrir magnaða bar­áttu sína í loft­lags­málum og var ekki á þeim buxunum að ferðast með flug­vél, sem eiga einn stærstan þátt í kol­efnislosun mann­kyns. Thun­berg hefur meðal annars kallað eftir sömu við­brögðum við loft­lags­breytingum og við bruna Notre Dame.

„Það er mjög erfitt í sjóinn og háar öldur,“ segir Thun­berg í mynd­bandinu sem hún birti í gær. Hún og ferða­fé­lagar hennar eru þó hvergi bangin. Búist er við því að Thun­berg verði mætt til New York borgar milli 27. - 29. ágúst næst­komandi.