Umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hefur nú verið í rúma tólf daga á ferðalagi um Atlantshaf en hún er á leiðinni á loftlagsráðstefnu í New York. Í nýju myndbandi sem Thunberg birti á Twitter í gær má sjá að það var mikill öldugangur í ferðinni.
Hin sextán ára gamla Thunberg hefur undanfarið ár vakið gífurlega mikla athygli fyrir magnaða baráttu sína í loftlagsmálum og var ekki á þeim buxunum að ferðast með flugvél, sem eiga einn stærstan þátt í kolefnislosun mannkyns. Thunberg hefur meðal annars kallað eftir sömu viðbrögðum við loftlagsbreytingum og við bruna Notre Dame.
„Það er mjög erfitt í sjóinn og háar öldur,“ segir Thunberg í myndbandinu sem hún birti í gær. Hún og ferðafélagar hennar eru þó hvergi bangin. Búist er við því að Thunberg verði mætt til New York borgar milli 27. - 29. ágúst næstkomandi.
Day 12. We are getting closer to the North American mainland. Rough conditions, but downwind sailing. pic.twitter.com/n9huwHUSGI
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 25, 2019
Day 11. Very bumpy and wet, south of Newfoundland. pic.twitter.com/sqc0WdCCMA
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 24, 2019