Apollo Art er sölu­svæði á netinu fyrir lista­verk sem hefur nú verið starf­rækt í eitt ár. Mót­tökurnar hafa gengið vonum framar sam­kvæmt Ellerti Lárus­syni fram­kvæmda­stjóra fyrir­tækisins.

„Við erum mjög á­nægð með mót­tökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niður­stöður þar sem þessi leið í sölu lista­verka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi á­fram frekar skoða verkin á veggjum í gamal­dags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig,“ segir Ellert.

Hann segir að fyrsta árið þeirra í starfi hafi leitt í ljós að fólk hafi á­huga á að nýta sér þennan kost við kaup á list, og þá sér­stak­lega konur.

„Þær voru mun fljótari að taka við sér og til­einka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaup­enda enn í dag eru konur,“ segir Ellert.

Salan hefur gengið vel fyrsta árið og er nú tals­vert magn lista­manna sem selur í gegnum síðuna, og þó­nokkrir sem að­eins selja verk sín í gegnum Apollo Art.

„Það er mikil að­sókn og það er frá­bært að vera hluti af því að hjálpa þeim að koma sér á fram­færi og listinni þeirra. Það er ó­trú­lega skemmti­legt,“ segir Ellert.

Ánægð með heimamátun

„Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir lista­menn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Lista­fólk er mjög á­nægt með okkar inn­komu enda er sölu­þóknun okkar tölu­vert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölu­kostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningar­sal með starfs­fólki og opnunar­tíma. Þó erum við til taks á venju­legum skrif­stofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á net­spjalli sem hægt er að nálgast á vefnum,“ segir Ellert.

Annað sem að við­skipta­vinir eru mjög á­nægðir með er heima­mátun sem þau bjóða upp en þá fær fólk verk og getur prófað það heima hjá sér, sér að kostnaðar­lausu. Þá er einnig hægt að sækja um heim­sókn á vinnu­stofu lista­manns þar sem verkið er skoðað.

Það er á­kveðið fólk sem hefur á­huga á list en finnst ó­þægi­legt að ganga inn í gallerí. Sem finnst eins og þau viti ekki nóg og þá er þetta góð lausn fyrir þau

„Það eru miklu fleiri sem taka heim og skila ekki. Síðast þegar ég skoðaði töl­fræðina þá var um 60 til 70 prósent sem kaupir úr heima­mátun,“ segir Ellert spurður um hvort fleiri endi á að kaupa eða skila eftir heima­mátun.

Ekki allir hrifnir af galleríum

Hann segir að það séu fleiri kostir við þetta. Það sé gott að fá að máta verk við heimilið en svo skapi þetta líka per­sónu­lega tengingu við lista­manninn.

„Þú færð að hitta hann og þið getið talað um verkið. Sumir koma og gefa álit á því hvar er gott að setja verkið á heimilinu,“ segir Ellert.

Hann segir að það sé líka í boði að heim­sækja lista­manninn í stúdíó og það geti gefið jafn­vel enn meira, þá sér fólk fleiri verk og geti rætt við lista­manninn.

Hann segir að það hafi ýmsa kosti að hafa öll verkin á netinu og segir að það jafn­vel stækki kúnna­hópinn því ekki hafi allir jafn gaman af því að fara í lista­gallerí.

„Það er á­kveðið fólk sem hefur á­huga á list en finnst ó­þægi­legt að ganga inn í gallerí. Sem finnst eins og þau viti ekki nóg og þá er þetta góð lausn fyrir þau,“ segir Ellert.

Hann segir að auk þess þá sé verð­bilið á verkunum sem eru til sölu á síðunni mjög breitt.

„Það að safna list þarf ekki að vera of kostnaðar­samt. Það er vítt verð­bil á verkum. Alveg lítil og stór. Þannig það er hægt að velja úr mörgu,“ segir Ellert.

Síðan var opnuð 1. októ­ber 2020 og því varð hún árs­gömul síðasta föstu­dag. Ellert segir að heims­far­aldurinn hafi komið í veg fyrir fögnuð en að það verður kannski stærri fögnuður á næsta ári, ef heims­far­aldur leyfir.

Hægt er að kynna sér versluna hér.