„Mikil sorg hér á Sogavegi hjá sonum mínum sem tókst að týna gylltum fótbolta árituðum af Cristiano Ronaldo á Battó vellinum hjá Breiðagerðisskóla,“ svona hefst færsla Ernis Erlingssonar föðurs í hverfisgrúppu á Facebook í gær.
Ernir birtir mynd af glæsilegum gylltum fótbolta sem synir hans týndu í hverfi 108 í gær.
Aðspurður um söguna á bakvið boltann segir Ernir að hann hafi verið keyptur á sérstöku Ronaldo safni á portúgölsku eyjunni Madeira.
Líkt og margir vita er knattspyrnuhetjan frá Portúgal og styður hann safnið sjálfur, meðal annars með því að árita bolta sem eru síðan seldir á safninu.
„Það er nú allt og sumt, þetta er bara söluvara í einstöku safni,“ segir Ernir í samtali við Fréttablaðið.
Ernir birti mynd af boltanum glæsilega í von um að einhver viti hvar hann sé að finna.
