Þessi viðburður var hluti af dagskrá Nýsköpunar vikunnar og er einn af mörgum í flokknum sem er kallaður Matarboðið. Mikið var um dýrðir og full setið í salnum. Matarboðið parar saman matarsprota við veitingastaði og saman búa þau til eitthvað ljúffengt. Témpeh er á ættir sína að rekja til Indónesíu og er gerjuð matvara. Þetta er hinsvegar íslenskt témpeh frá Vegangerðinni. Kristján Thors meðstofnandi Vegangerðarinnar verður líka í eldhúsinu, enda er hann menntaður kokkur frá Le Cordon Bleu skólanum í Bandaríkjunum.

„Matseðill var mjög alþjóðlegur en þó alltaf með annan fótinn á Íslandi. Nokkrar gerðir af témpeh voru í boði og paraðar á móti rauðrófum, gnocchi, sumarrúllu og ostrusveppum,“ segir Kristján Thors sem veit fátt skemmtilegra en að þróa nýja rétti úr témpeh.

„Okkar helsti réttur var kinóa témpeh-steik með ostrusveppum, grænkáli og majónesi. Í eftirrétt var epla-crumble með stökku témpeh, höfrum og vanilluís,“ segja þau Einar og Kristjana og voru virkilega ánægð með viðtökurnar á matseðlinum.

Hér má sjá brot af matseðlinum forláta.

VonMathús3655.jpg

Rauðrófurnar eru með témpeh úr byggi og styrktar með piparrót.

VonMathús3634 (2).jpg

Gnocchi er ítalskur pastaréttur úr kartöflum og ragú-sósu með steiktu témpeh, ólífum og möndlum.

VonMathús3645.jpg

Sumarrúllan er með témpeh úr byggi, núðlum, gulrótum, fersku kóríander, ferskri myntu og jarðhnetudippi.

VonMathús3629.jpg

Epla-crumble með stökku témpeh, höfrum og vanilluís.

Témpeh úr byggi.jpeg

Ferskt témphe úr byggi.