Yfir níu þúsund miðar hafa selst á söng­leikinn Níu líf, sem fjallar um söng­varann Bubba Morthens. Kristín Ey­steins­dóttir, leik­hús­stjóri Borgarleikhússins, segir þennan gífur­lega á­huga fólks á sýningunni gefa öllum hópnum aukinn kraft.

„Við þökkum kær­lega fyrir frá­bærar við­tökur. Við erum svo sannar­lega í skýjunum yfir þeim,“ segir Kristín í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Miða­sala á sýninguna hófst á laugar­daginn síðast­liðinn og í liðinni viku var fyrsta tón­dæmið úr sýningunni frum­flutt þegar ný út­gáfa af einu vin­sælasta lagi Bubba, Rómeó og Júlía, var gefið út.

Aron Már Ólafs­son og Rakel Björk Björns­dóttir syngja lagið og Guð­mundur Óskar spilar undir. Þá koma þau Björn Stefáns­son, Esther Tali­a Cas­ey, Hall­dóra Geir­harðs­dóttir, Hjörtur Jóhann Jóns­son, Jóhann Sigurðar­son og Valur Freyr Einars­son fram í sýningunni á­samt Aroni og Rakel.