Michelle Young 27 ára er nýjasta pipar­mey í raun­veru­leika­þáttunum vin­sælu The Bachelorette. Ný sería hefst á sjón­varpi Símans þann 19. októ­ber eftir að seríu Bachelor in Para­dise lýkur.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu Bachelor þar sem tvær seríur af The Bachelorette eru sýndar í röð. Hefð hefur verið fyrir því að seríurnar The Bachelor og The Bachelorette séu sýndar til skiptis. Í síðustu seríu fann Kati­e Thur­ston ástina með Blake Moynes og nú er komið að Young.

Young er flestum kunnug úr síðustu seríu The Bachelor þar sem pipar­sveinninn Matt James leitaði af ástinni. Hún kom á­samt fjórum öðrum pipar­meyjum seint inn í seríuna eða á þriðju viku og endaði á að vera næst síðust út eftir að James á­kvað að elta ástina með Racheal Kirkconnell.

Young kemur frá Woodbury í Min­nesóta í Banda­ríkjunum og er grunn­skóla­kennari.

Í nýjustu kitlu þáttanna sést Young meðal annars ganga stór­glæsi­leg inn gólfið í kennslu­stofu á­samt því að sýna körfu­bolta­takta sína. Sam­kvæmt heimildum US We­ekly spilaði Young körfu­bolta í Bradl­ey há­skóla frá árinum 2011 til 2015. Nú leitar hún að hinum eina sanna til að breyta heiminum með.