Lífið

Michelin gagn­rýn­endur á Ís­landi

Gagnrýnendur Michelin eru á Íslandi í tilefni af útgáfu norræni stjörnubók Michelin sem stefnt er á að gefa út í febrúar á næsta ári.

Gagnrýnandinn hefur nú þegar heimsótt Sumac, Moss, Sandholt og Fiskmarkaðinn Mynd/Samsett

Stjörnu­gjafi og matar­gagn­rýnandi Michelin kom til Íslands þann 1. desember og hefur undanfarna daga ferðast um landið og í kjölfarið mælt með ýmsum veitingastöðum á Twitter-síðu Michelin gagnrýnenda. Eftirlitsmennirnir eru líklega hér á landi í tilefni af norrænu Michelin stjörnubókinni sem gefa á út í febrúar á næsta ári. Haldin verður hátíðleg athöfn við útgáfu bókarinnar í Aarhus í Danmörku þann 18. febrúar 2019.

Eins og staðan er núna hefur hann eða hún mælt með fjórum stöðum. Sá fyrsti er Moss veitingastaðurinn sem staðsettur er í Bláa Lóninu, annar er Sandholt bakarí, sá þriðji Fiskmarkaðurinn og sá fjórði Sumac.

Gamalt mætir nýju á Sumac

Um Sumac segir gagnrýnandinn að þar mæti gamalt nýju í Reykjavík.

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari á Sumac segir að þau séu í skýjunum yfir því að gagnrýnandinn hafi heimsótt staðinn og birt mynd á samfélagsmiðlum. Þó ekki sé um að ræða formlega stjörnugjöf þá tengist heimsóknin eflaust norrænu stjörnubókinni og þau séu því mjög glöð að vera á lista gagnrýnendanna. 

Asía og Ísland á Fiskmarkaði

Hér að neðan má sjá að gagnrýnandinn segir asíska matargerð mæta þeirri íslensku á Fiskmarkaðnum og birtir myndir af ýmsum réttum.

Kaffi og kleinur á Sandholt

Vigdís Mi Diem konditori á Sandholt Bakarí vissi ekki af því að Michelin gagnrýnandinn hefði komið í bakaríið eða birt mynd á Twitter þegar blaðamaður náði tali af henni í dag en sagði að þau væru að sjálfsögðu mjög ánægð með að hafa fengið hann eða hana í heimsókn.

Dýfa og kvöldverður á Moss

Þá virðist gagnrýnandinn hafa verið ánægður með matinn á Moss en þar prufaði hann sex rétti af matseðli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Skyggnst á bak við tjöldin í Ófærð

Lífið

Þýddi Hnotubrjótinn úr fornþýsku

Lífið

Penny Marshall látin 75 ára að aldri

Auglýsing

Nýjast

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Auglýsing