Breska fót­bolta­goð­sögnin Michael Owen rauf í gær­kvöldi þögnina um dóttur sína, Gemmu Owen sem lauk þátt­töku sinni í bresku raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land í gær þegar úr­slita­þátturinn var sýndur í beinni út­sendingu í bresku sjón­varpi.

Fót­bolta­kappinn hefur hingað til sagt lítið sem ekki neitt um veru 19 ára gamallar dóttur sinnar í þáttunum. Owen rauf hins­vegar þögnina í gær og birti mynd af sér með dóttur sinni.

„Hún hefur gert okkur stolt,“ skrifaði fót­bolta­maðurinn með myndinni af sér og Gemmu. Þá er mamma Gemmu, Lou­ise Owen einnig stolt af dóttur sinni.

Hún birti mynd af dóttur sinni og Love Is­land keppandanum Luca Bish á Insta­gram síðunni sinni. „Ég er meira en stolt af þér,“ skrifaði hún meðal annars.