Banda­ríski leikarinn Michael Madsen syrgir nú 26 ára son sinn, Hudson Madsen, sem fannst látinn á heimili sínu á dögunum.

Page Six greinir frá þessu en í fréttinni kemur fram að Hudson hafi að líkindum framið sjálfs­víg. Fannst hann með skot­sár á heimili sínu á eyjunni Oahu á Hawa­ii.

Hudson var guð­sonur Óskars­verð­launa­leik­stjórans Quentin Tarantino en hann og Michael unnu saman að fjölda kvik­mynda á sínum tíma. Má þar nefna Reservoir Dogs og Kill Bill-myndirnar.

Hudson var elsti sonur Michaels og eigin­konu hans, DeAnna Madsen. Þau eiga tvo aðra syni, Cal­vin, 25 ára og Luke, 16 ára. Fyrir á Michael synina Christian, 31 árs, og Max, 27 ára, með fyrr­verandi eigin­konu sinni, Jeanni­ne Bisigna­no.

Ef þér líður illa eða einhverjum sem þú þekkir þá skaltu leita þér hjálpar strax. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og hægt er að hringja allan sólarhringinn í hjálparsíma Rauða krossins, 1717 eða hafa samband við netspjallið 1717.is.