Michael Dou­glas mun ekki koma til með að erfa krónu frá föður sínum, Kirk Dou­glas. Á­stæðan er sú að Kirk á­kvað að láta allt sitt fé renna til góð­gerðar­mála. Frá þessu er greint á vef breska götu­blaðsins Mirror.

Líkt og fram hefur komið lést Kirk þann 5. febrúar síðast­liðinn, 103 ára gamall. Í um­fjöllun breska miðilsins kemur fram að leikarinn heims­frægi hafi alla tíð látið sig góð­gerðar­starf varða.

Um er að ræða 61 milljón Banda­ríkja­dollara sem renna mun í Dou­glas Founda­tion góð­gerðar­sjóðinn, sem sam­kvæmt frétt Mirror að­stoðar efna­litlar fjöl­skyldur og barna­spítalann í Los Angeles.

Því er sér­stak­lega slegið upp í frétt Mirror að Michael Dou­glas fái ekki krónu. Þó er tekið fram að virði eigna leikarans nemi um 300 milljónum Banda­ríkja­dollara og því hafi hann ef­laust litlar á­hyggjur af málinu.