Lífið

Miðbærinn að verða einn stór partístaður

Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves.

Frá tónleikum Geisha Cartel á Airwaves síðan á fimmtudaginn.

Flokkur fólksins leggur til að fylgst verði með hávaðamengun í miðbæ Reykjavíkur og sérstaklega er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tekin fyrir í tillögunni, sem flokkurinn lagði fyrir í gær. Þar segir meðal annars: 

„Til dæmis fær Airwaves-tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2 a.m. föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðar­lega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar.“

Í tillögunni kemur fram að lögreglan skuli sinna hávaðamælingu með þar til gerðum mælum í farsímum og gefa út sektir. Einnig skulu allir hátalarar utan á veitingahúsum og verslunum miðbæjarins teknir niður.

Tillagan kemur til vegna þess að kvartanir hafa borist vegna hávaða í „útihátíðum“ sem haldnar eru í miðborginni eða eins og segir í tillögunni:

„Kvartanir yfir hávaða m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíða hafa borist frá þeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virðist sem íbúar séu ekkert spurðir álits þegar verið er að skipuleggja hátíðir á borð við þessa sem er vís til að mynda hávaða.“

Ýjað er að því að kvartanir fólks í lýðræðisgáttina séu hunsaðar. Einnig er bent á það að vínveitingaleyfi hafi „margfaldast“ og að miðborgin sé á hraðri leið með að verða „einn stór partístaður“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

Lífið

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Lífið

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Auglýsing

Nýjast

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Raun­v­er­u­­leik­a­­stjarn­a hand­­tek­in fyr­ir fíkn­i­efn­a­vörsl­u

Um­ræðu­drullu­mall á Austur­velli

Fékk ekki frið frá gælu­dýrum ná­grannans

Auglýsing