Klám­stjarnan Mia Mal­kova fjár­festi ný­lega í rúm­lega 500 milljóna kastala í Port­land sem kemur meðal annars til með að vera nýttur sem töku­staður í klám­myndum sem munu birtast á YouTu­be, Insta­gram og Twitch.

„Upp­á­halds­hlutur minn við kastalann er að það er ævin­týra­þema í honum,“ sagði Mal­kova í sam­tali við The Post.

Kastalinn er innblásinn af 18. aldar kastölum.
Mynd/Realtor

Um er að ræða fimm her­bergja kastala sem er alls 1200 fer­metrar. Þar er að finna öll helstu ein­kenni kastala, eins og virkis­turn, her­klæði, skjaldar­merki og fleira. Mal­kova kveðst vera yfir sig hrifin af stíl kastalans og segir sér­viskuna höfða til sín.

Kastalinn var byggður af hjónum sem settu hann á sölu árið 2015. Það tók sjö ár að byggja kastalann og er hann nú orðinn hvað frægastur fyrir að hafa verið svo lengi á markaðnum.

Fast­eigna­salarnir Daniel Lowe og Adam Davis, sem sáu um að selja húsið, sögðust hvorugur hafa vitað hvert starf kaupandans væri. „Þetta er klám­kastali núna,“ sagði Lowe í við­tali við The Post. „Við vissum það ekki einu sinni, þau sögðust vinna við sam­fé­lags­miðla, sem er fínt, sitt sýnist hverjum. Þau geta gert hvað sem er við eignina.“

Mia Malkova er yfir sig hrifin af stílnum.
Fréttablaðið/Getty
Rýmið kallast Oasis og fær fólki til að líða eins og það sé utandyra.
Mynd/Realtor
Hringlaga bókasafnið heillar eflaust marga.
Mynd/Realtor
Skjaldarmerki kastalans hefur verið komið fyrir á gólfinu.
Mynd/Realtor