Matur

Mexíkóskar limekjötbollur með ananassalsa og guacamole

Þessar gómsætu kjötbollur krefjast lágmarksundirbúnings og eru ofureinfaldar. Þær þarf ekki að steikja á pönnu, haldast frábærlega vel saman og eru skemmtilegar að gera með krökkunum. Fyrir utan að allir elska þær, jafnt börn sem fullorðnir. Hvað er hægt að biðja um meira?

Mikilvægt er að fylgja öllum skrefum uppskrftarinnar. Bollurnar einar og sér eru ekki nærri jafn góðar eins og þegar hellt er yfir þær safanum af salsanu og svo borið fram með guacamole og salsa. Fréttablaðið/Aðsend

María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum. María er mikill sælkeri og segist alltaf hafa haft gaman af því að reyna fyrir sér í eldhúsinu og fáum við að birta úrval uppskrifta úr fórum hennar. 

María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is. Mynd/Unnur Magna

500 gr grísahakk og 500 gr nautahakk (trúið mér þær eru bestar þannig, en einnig má nota bara grísa eða bara nautahakk)

 • 1 dl haframjöl
 • 1 msk laukduft
 • 1 msk hvítlauksduft (ath ekki með salti)
 • 2 msk tómatssósa
 • 2 msk sojasósa
 • 1 egg
 • Börkur af tveimur lime ávöxtum
Bollurnar eru ómótstæðilegar með ananassalsa og guacamole. Fréttablaðið/Aðsend
 1. Hitið ofninn á 190 C°


 1. Byrjið á að setja báðar tegundirnar af hakkinu saman í skál og blandið varlega saman með höndunum. Passa að hnoða ekki mikið.


 1. Setjið næst haframjöl, hvítlauks og laukduft út á.


 1. Setjið næst sósurnar og eggið og raspið limebörkinn út á. (Passið að nota bara þetta græna, alls ekki raspa niður í hvíta lagið)


 1. Hnoðið því næst öllu varlega saman þar til allt er jafnt blandað en reynið að komast af með að hnoða sem minnst svo bollurnar verði ekki seigar.


 1. Mótið næst meðalstórar bollur eða svona svipaða stærð og sænskar kjötbollur og raðið á bökunarplötu klædda smjörpappír.


 1. Bakist svo á 190 C°hita í 25 mínútur.


 1. Byrjið svo næst á að gera salsað og guacamolið á meðan bollurnar malla í ofninum.
Undirbúningstími er stuttur

Ananassalsa með tómötum og graslauk

Þetta salsa er svo ferskt og mikill safi í því sem gott er að veiða í skeið og hella yfir bollurnar meðan snætt er.  Við það verða þær enn ferskari, safaríkari og betri á bragðið.


 • c.a 25 stk góða rauða litla tómata (má vera kirsuberja, heilsu, picadillo eða hvað þeir allir kallast)


 • 1 dós Del monte ananas í bitum og safinn með


 • Safi úr 1/2 lime


 • 4 vorlaukar


 • 2 msk ólífuolía


 • 5-10 dropar tabasco sósa


 • salt og pipar


Klípa af sykri eða annari sætu


Skerið allt frekar smátt í salsað. 

Tómatana sker ég í tvennt en restina reyni ég að hafa frekar smátt. 

Hellið svo safa, tabasco og olíu út á og saltið og piprið eftir smekk. 

Setjið svo sætuna að lokum og smakkið til. 

Flóknara en það er það ekki 

Bollurnar henta jafnt í helgarmat sem og virka daga. Þær eru líka góðar daginn eftir og til að taka með í nesti.

Guacamole

1 stórt eða 2 lítil avócado

1 rauðan ferskan belgpipar

salt og pipar

limesafi ef vill


Skerið belgpiparinn í tvennt og fræhreinsið ef þið viljið ekki loga í munninum. 

Skerið hann svo næst í örsmáa bita. 

Stappið avócadóið með gaffli en mér finnst það ekki þurfa að vera alveg maukað, finnst gott að hafa það gróft. 

Hrærið næst þessu tvennu saman og saltið og piprið eftir smekk og setjið nokkra dropa af limesafa ef vill.

Berið fram með cous cous eða grjónum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Matur

Kjúklingabringur í súrsætri sósu

Matur

Mjúkar saltkringlur með stökkri skorpu og cheddar ostasósu

Matur

Naan brauð bakað á pönnu

Auglýsing

Nýjast

Ó­trú­lega stolt en á sama tíma sorg­mædd

Efna til tón­listar­há­tíðar í til­efni 50 ára af­mælis Woodstock

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Auglýsing