Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur segir lítinn mun vera á gæðum á espadrillum frá virtustu tískuhúsum heims eða frá ódýrari merkjum. Um þetta fjallaði hún á Instagram á dögunum.

„Það er til heill hellingur af fallegum espadrillum og þær eru mis þægilegar. Ég á bæði dýrar og ódýrar epsadrillur og finn lítinn mun á gæðum þannig séð,“ segir hún og bætir við að hún mæli með að hafa augun opin fyrir slíkum skóbúnaði fyrir sumarið sem henni þykir líklegt að verði til í versluninni Zara.

Fyrir þá sem ekki vita eru espadrillur vinsæll skóbúnaður þegar hitnar fer í veðri, og passar nánast við hvað sem er.

Í story-svæðinu svo kallaða taldi Lína upp nokkur merki sem eru í uppáhaldi hjá henni, þar nefnir hún merki á borð við tískurisana Gucci, Louis Vouitton og Chloé.

Á myndinni hér að neðan má sjá Línu Birgittu klæðast espadrillum frá Chloé, við smart síðkjól og leðurjakka, og stuttbuxnadress. En slíkir skór kosta tæplega sextíu þúsund íslenskar krónur.

Skjáskot af myndfærslu Línu Birgittu.
Mynd/Skjáskot