Tón­list Ara Árelíusar er blanda af gítar­tón­list og heims­tón­list. „Þessi plata var undir þessum for­merkjum, lókal glóbal. Það er að taka eitt­hvað sem er stað­bundið og ís­lenskt og para það saman við heims­tón­listar­stefnuna, þó að ég sé ekki hrifinn af því hug­taki. En þetta er tón­list úr öllum áttum.“ Ari segist meðal annars vinna með mongólskan háls­söng. „Ég vil þannig búa til nýtt svið í hausnum á mér til að vinna út frá.“

Inn­blástur úr þjóð­sögunum

Ari út­skýrir að sér finnist gott að vinna músík út frá ein­hverjum stað. „Ég gerði þetta þannig og tók þessi tvö hug­tök. Lókal í mínum huga er eitt­hvað ís­lenskt í kringum mig úr nær­um­hverfinu. Tón­listar­hefðir Ís­lendinga, fimm­undir og lang­spilið,“ segir hann. Ari kveðst hafa farið á Þjóð­minja­safnið og skoðað ís­lenskar þjóð­sögur til að sækja inn­blástur.

„Svo byrjaði ég að vinna og fann stað. Ég er með Ís­lands­kort uppi á vegg þar sem má finna alls konar kynja­verur. Þetta er gamalt kort og lítur út fyrir að vera gert árið 1200. Þar er svæði sem heitir Hiatus terra­e. Eitt­hvað sem er í upp­lausn. Öll lögin á plötunni eru þaðan og snúast um þetta svæði sem er ó­skil­greint af manninum,“ segir hann og bætir við að lögin á plötunni vísi í skepnur. „Mel­rakki og Galdra­fluga. Orð sem mér finnast fal­leg.“

„Mark­hópurinn fyrir þessa plötu er fólk sem hefur gaman af djassi, sæka­delískri tón­list og tón­list frá því um 1960, eins og til dæmis Shadows. Svo er smá trópikal, sem svipar til Khruang­bin“

Svipar til Khruang­bin

Ari segir tón­listina hafa þróast síðan fyrsta platan kom út árið 2018. „Fyrsta EP-platan er kannski meira sæka­delískt rokk en gítarinn tekur svo meira við og er framar. Mark­hópurinn fyrir þessa plötu er fólk sem hefur gaman af djassi, sæka­delískri tón­list og tón­list frá því um 1960, eins og til dæmis Shadows. Svo er smá trópikal, sem svipar til Khruang­bin.“

Að­spurður um neistann sem varð að tón­listar­ferli, segist Ari hafa hlustað á Beasti­e Boys þegar hann var lítill. „Svo fékk ég mér bassa fyrir fermingar­peningana og fór í gegnum það allt. Ég átti allar Metalli­ca-plöturnar. Frændi minn og frænka voru í Bloodgroup og ég kynntist Ablet­on í gegnum þau.“

Ablet­on er hljóð­vinnslu­for­rit í fremsta flokki. Bloodgroup var fjögurra manna band sem starfaði á bilinu 2009 og 2013 og sló í gegn bæði hér heima og er­lendis. Í upp­runa­legu manna­skipaninni voru syst­kinin Ragnar, Lilja og Hallur Jóns­börn frá Egils­stöðum og fær­eyski pródú­serinn Janus Rasmus­sen.

Heim­spekin birtist alls staðar

„Ég bjó á Egils­stöðum og flutti svo aftur í bæinn. Ég var alltaf að semja tón­list en gaf aldrei neitt út. Ég álpaðist í FÍH og tók svo próf á gítar. Svo tók ég BA-gráðu í heim­speki,“ segir Ari. Það mætti ætla að slík menntun sé nánast sér­hæfing í sæka­delískri tón­list.

Að­spurður hvort hann nýti heim­speki­menntunina mark­visst í tón­smíðunum svarar Ari: „Hún birtist alls staðar, án þess að maður sé beint ráðinn í vinnu út á hana. Það er gaman að vinna músík út frá kon­septjúa­l for­sendum og það er á­kveðin rann­sóknar­vinna sem maður fer í.“