Lífið

Með­limur K-Pop bands fagnaði Hiros­hima sprengjunni

Stærsta tónlistarstöðin í Japan hefur hætt við að fá meðlimi kóresku strákahljómsveitarinnar BTS í stúdíó til sín eftir að myndir birtust af einum meðlimi sveitarinnar í peysu þar sem kjarnorkusprengingunni í Hiroshima var fagnað.

Meðlimir hljómsveitarinnar á sviði í Los Angeles Fréttablaðið/Getty

Stærsta tónlistarstöðin í Japan hefur hætt við að fá meðlimi kóresku strákahljómsveitarinnar BTS í stúdíó til sín eftir að myndir birtust af einum meðlimi sveitarinnar í peysu þar sem kjarnorkusprengingunni í Hiroshima var fagnað.

Vísar peysan í sjálfstæðisbaráttu Kóreu gegn Japan en landið var undir japanskri stjórn í 35 ár þar til í ágúst 1945, sama mánuði og Bandaríkin slepptu kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Stóð orðrétt á bol hljómsveitarmeðlimsins: „Ættjarðarást okkarsaga Frelsi Kóreu.“ 

Peysan hefur vakið mikla hneykslan í Japan en í tilkynningu hefur hljómsveitin beðist afsökunar á því að koma ekki fram á japönsku stöðinni en minnast hins vegar engum orðum á umrædda peysu. „Við biðjumst afsökunar á að valda aðdáendum okkar vonbrigðum. BTS mun halda áfram að reyna að tengja við aðdáendur sína bæði á sviði og í gegnum tónlistina.“

BTS hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár en hljómsveitin er fyrsta hljómsveitin sem spilar svokallað kóreskt popp eða K-Pop sem náð hefur á Billboard listann en það gerði sveitin með lagi sínu Love Yourself: Tear. Sveitin kallaðist áður Bangtan Boys og hefur spilað á tónleikum frammi fyrir forseta Suður-Kóreu og í London og New York.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing