Lífið

Með­limur K-Pop bands fagnaði Hiros­hima sprengjunni

Stærsta tónlistarstöðin í Japan hefur hætt við að fá meðlimi kóresku strákahljómsveitarinnar BTS í stúdíó til sín eftir að myndir birtust af einum meðlimi sveitarinnar í peysu þar sem kjarnorkusprengingunni í Hiroshima var fagnað.

Meðlimir hljómsveitarinnar á sviði í Los Angeles Fréttablaðið/Getty

Stærsta tónlistarstöðin í Japan hefur hætt við að fá meðlimi kóresku strákahljómsveitarinnar BTS í stúdíó til sín eftir að myndir birtust af einum meðlimi sveitarinnar í peysu þar sem kjarnorkusprengingunni í Hiroshima var fagnað.

Vísar peysan í sjálfstæðisbaráttu Kóreu gegn Japan en landið var undir japanskri stjórn í 35 ár þar til í ágúst 1945, sama mánuði og Bandaríkin slepptu kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Stóð orðrétt á bol hljómsveitarmeðlimsins: „Ættjarðarást okkarsaga Frelsi Kóreu.“ 

Peysan hefur vakið mikla hneykslan í Japan en í tilkynningu hefur hljómsveitin beðist afsökunar á því að koma ekki fram á japönsku stöðinni en minnast hins vegar engum orðum á umrædda peysu. „Við biðjumst afsökunar á að valda aðdáendum okkar vonbrigðum. BTS mun halda áfram að reyna að tengja við aðdáendur sína bæði á sviði og í gegnum tónlistina.“

BTS hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár en hljómsveitin er fyrsta hljómsveitin sem spilar svokallað kóreskt popp eða K-Pop sem náð hefur á Billboard listann en það gerði sveitin með lagi sínu Love Yourself: Tear. Sveitin kallaðist áður Bangtan Boys og hefur spilað á tónleikum frammi fyrir forseta Suður-Kóreu og í London og New York.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Fólk

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Auglýsing

Nýjast

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing