Hollywood leikarinn Mel Gibson bauð söngkonunni Siggu Beinteins upp á hótelherbergi í Dublin árið 1994.

„En ég fór ekki,“ segir Sigga og hlær. Hún var þá stödd í Dublin að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Grey Mel hafði enga hugmynd um að hann væri að gefa samkynhneigðri konu undir fótinn.

Mel Gibson var með síða lokka árið 1994 fyrir kvikmyndina Braveheart.
Fréttablaðið/Getty images

Mel Gibson var staddur í Dublin við tökur á kvikmyndinni Braveheart en þau gistu bæði á sama hóteli.

Það ár söng Sigga ballöðuna Nætur.

Sigga deilir sögunni og öðrum mögnuðum minningum frá Eurovision í þættinum Júró með Nínu og Ingunni sem verður frumsýndur á morgun, miðvikudaginn 13. apríl.

Fréttablaðið hitar upp fyrir Eurovision 2022 með „grín skríni“ með Júró-stjörnum og álitsgjöfum. Nína Richter og Ingunn Lára kryfja lögin og fara yfir allt það helsta sem þarf fyrir fullkomið Júró-partý. Fréttablaðið fylgir svo Íslandsliðinu alla leið til Torino til að gefa áhorfendum heima Eurovision og ítalska menningu beint í æð.

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr spjallinu við Siggu Beinteins.