Fyrsti eiginmaður Mel B heitir Jimmy Gulzar, eftir að þau skildu að skiptum fór Kryddpían að vera með Hollywood-leikaranum Eddie Murphy, sem hún segir að muni alltaf verða ástin í lífi hennar.

Seinni skilnaður Mel B var nokkuð ljótur, við Stephen Belafonte, en Mel B hefur látið hafa eftir sér að hann hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þau skildu árið 2017.

En nú er Mel B tilbúin í næsta samband. Aldrei að segja aldrei."

Það gerist kannski ekki á morgun og ég er ekki sérstaklega á höttunum eftir eiginmanni, en ef það gerist, þá er það bara frábært. Ég mun alltaf elska og ég trúi á ástina.”

Hún segist alltaf hafa verið jákvæð. Allir fara í gegnum tímabil í sínum samböndum. Ég hef tvisvar verið gift, trúlofað mig nokkrum sinnum, en ég held ég muni aldrei gefast upp á ástinni - hún er svo falleg!”

Mel B segist oft hafa verið ástfangin. Ég er svo heppin að hafa upplifað ástríkt og fallegt samband.”