Elísa­bet Bret­lands­drottning meinaði her­toga­ynjunni Meg­han Mark­le að taka með sér ljós­myndara inn fyrir dyr Windsor kastala þegar hún mætti þangað með fjöl­skylduna í því sem var fyrsti fundur Elísa­bet með lang­ömmu­barninu sínu Lili­betu.

Hittingurinn átti sér stað síð­degis á fimmtu­dag, rétt fyrir stóru valda­af­mælis­helgina. Lili­bet varð eins árs á laugar­dag og hefur fram að þessu verið í Kali­forníu þar sem for­eldrar hennar hafa búið síðan þau sögðu skilið við konungs­fjöl­skylduna árið 2020.

Í frétt breska götu­blaðsins The Sun um málið segir að for­svars­menn bresku konungs­fjöl­skyldunnar hafi óttast að myndunum af Elísa­betu og nöfnu hennar yrði deilt með banda­rískum sjón­varps­stöðvum. Breska konungs­fjöl­skyldan hefur ekki tjáð sig við götu­blaðið um málið.

Parið birti nýja mynd af Lili­bet um helgina í til­efni af af­mælinu hennar. Þess er getið af breska götu­blaðinu að nafn­gift hennar hafi reynst um­deild, þar sem drottningin hafi ekki verið spurð á­lits áður en til hennar kom heldur til­kynnt að lang­ömmu­barn hennar yrði nefnt eftir henni.

Þau Harry og Meg­han létu lítið fyrir sér fara í heim­sókn sinni til Bret­lands. Í um­fjöllun breska götu­blaðsins segir að það hafi verið með ráðum gert og þau hafi verið beðin um það af for­svars­mönnum fjöl­skyldunnar að láta lítið fyrir sér fara, í virðingar­skyni við drottninguna.

Misan Harriman, ljósmyndari tók myndir af Lilibet og birti á Twitter síðu sinni: