Meg­han Mark­le sagði vinum sínum að hún vildi ekki mæta í jarðar­för Filippusar her­toga þar sem hún vildi ekki draga að sér at­hyglina. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið Daily Mail og hefur eftir ó­nafn­greindum heimildar­manni sem sagður er náinn her­toga­ynjunni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá mætti Harry til Bret­lands í gær­morgun. Hann var einn á ferðinni og hefur áður verið greint frá því að Meg­han hafi verið ráð­lagt frá því að ferðast með honum þar sem hún gengur nú með þeirra annað barn.

Daily Mail hefur eftir vini Meg­han að hún hafi dáð og elskað Filippus. Hún hafi í­trekað talað um að á milli þeirra væri sér­stök tengsl. Fram kemur í frétt götu­blaðsins að Meg­han í­hugi að ferðast síðar til Bret­lands en móðir hennar Doria hefur lagt hart að henni að gera það ekki á meðan hún er ó­létt.

„Meg­han finnst þetta vera kjörinn tími fyrir Harry til að lag­færa sam­band sitt við bróður sinn og föður. Hún þarf ekki að vera þar til þess,“ segir vinurinn.

„Hún segir að hennar aðal­á­hyggju­efni sé að styðja Harry. Það sé hans að segja til um það hvort að hún myndi verða við­stödd jarðar­förina,“ segir hann enn­fremur.

„Meg­han segir að það sé nauð­syn­legt fyrir fjöl­skylduna að koma saman á tíma sem þessum, setja á­greinings­efni til hliðar og sam­einast. Hún segir að það sé það sem Filippus hefði viljað og að hún sé reiðu­búin til að fyrir­gefa og halda á­fram.“