Lög­fræð­teymi Meg­han Mark­le hefur svarað á­sökunum hálf­systur Meg­hans, sem krefst 75.000 dollara í skaða­bætur frá her­togynjunni vegna meið­yrða.

Samantha Mark­le á­sakar hálf­­­systur sína um æru­­meiðandi um­­­mæli þegar Meg­han sagði hún væri einka­barn og um hve­­nær þær systur hittust síðast, en með því telur Samantha að hálf­­­systir sín sé að halda því fram að þær hafi aldrei þekkt hvor aðra og að Samantha sé því að selja lyga­­sögur til fjöl­­miðla um sam­band þeirra.

Einnig á­sakar hún hálf­­­systur sína um æru­­meiðandi um­­­mæli í garð föður þeirra, Thomas Mark­le en sam­band hans og Meg­han hefur verið mikið í um­­ræðunni undan­farin ár. Þá telur hún einnig að Meg­han hafi birt og dreift lygum um hana í bókinni „Finding Freedom“ sem var gefin út árið 2020.

Lög­fræði­teymi Meg­han hefur nú svarað þessum á­sökunum og telur að um­mælin hafi ekki verið sett fram sem stað­reynd, heldur hafi þetta verið hug­læg full­yrðing um æsku Meg­han.

„Það er erfitt að í­mynda sér per­sónu­legri hlut en hvernig ein­stak­lingur upp­lifði æsku sína,“ kemur meðal annars fram í dóm­skjölum í málinu.

Lög­fræði­teymið reynir nú að fá málinu vísað frá dóm­stólum í Flórída.